Hafðu samband

 [email protected] 

Saga

Járnsmíðafyrirtækið ÍSA stál ehf. Sérhæfir sig í smíði og uppsetningum á allri sérhönnun úr járni, ryðfríu stáli, áli, og kopar, með sérstakri áherslu á stiga- og svalahandrið fyrir einbýlishús, fjölbýlishús og stærri byggingar, ásamt bruna- og hringstigum. Í gegnum tíðina hefur vandað orðspor fyrirtækisins farið víða og skilað sér í fjölþættum verkum fyrir marglitan hóp viðskiptavina. Stofnendur og núverandi eigendur eru hjónin Sigurður Jón Ragnarsson, vélvirki og vélfræðingur og Erla Alexandersdóttir, tækniteiknari. Hjá fyrirtækinu eru, að jafnaði, sex fastir starfsmenn, auk undirverktaka, en fjöldi þeirra fer eftir umfangi verkefna hverju sinni.

 

Mótun starfseminnar. ÍSA stál ehf er formlega stofnað árið 1989. Eins og hjá ekta samhentu fjölskyldufyrirtæki tók starfsemin á sig mynd sem "íslenskur heimilisiðnaður" í rúmgóðum 70 fm bílskúr við heimili þeirra Erlu og Sigurðar að Hlíðarhjalla 47 í Kópavogi. Fyrstu verkefnin fólust í smíði á parketjárnum fyrir gólflagningarmenn ásamt uppháum kertastjökum, dráttarbeislum og fleiru. Reksturinn fór fram í bílskúrnum sex ár eða fram til ársins 1995 þegar flutt var í núverandi húsnæði að  Skemmuveginn 28 L. Upp frá því tóku umsvifin að aukast. Fyrsta stóra verkefnið var mikið og smekklegt gatajárns- og plötuvirki í innviðum Húsaskóla í Grafarvogi. Síðan varð þróunin sú að fyrirtækið tók að sérhæfa sig í slíku ásamt stiga- og svalahandriðum, soðin saman í löngum einingum sveigjanlegs stáls.

 

Fjölþætt og forvitnileg verkefni með listræna taug. Of langt mál að telja upp öll þau verk sem ÍSA stál ehf hefur leyst af hendi í gegnum árin. Helstu viðskiptavinir hafa verið opinberir aðilar, byggingaverktakar ásamt ýmsum fyrirtækjum úr kvikmynda- og auglýsingageiranum. Segja má að stærstu opinberu verkefnin hafi t.d. tengst framkvæmdum við Perluna, Alþingishúsið, Smáraturn og Orkuveituhúsið, en í síðastnefnda húsinu sá ÍSA stál t.d. um uppsetningu á athyglisverðu umhverfislistaverki Sameind þar sem frosið, rennandi og bullandi vatn er geymt í þremur aðskildum hólfum. Annað nærtækt dæmi er samsetning á athyglisverðu myndverki eftir Baltasar Samper, utan á vegg Fjölbrautarskólans í Garðabæ. Efniviðurinn tekur innblástur sinn úr norrænni goðafræði, en hráefnið er svonefnt Korten-Stál, sem hefur þann eiginleika að ryðga án þess að tærast upp og því tekur áferðin sífelldum breytingum með tímanum. Athyglisverðasta og alkunnasta sérverkefni ÍSA stáls verður þó teljast grófsmíði eldflaugar Íþróttaálfsins í sjónvarpsþáttunum um Latabæ. Af þessu má ráða að persónulegt og alúðlegt handbragð er lykilinn að velgengni fyrirtækisins og kemur til með að fleyta  því í gegnum víðsjárverða tíma í íslensku atvinnulífi.

 

clockhere

Tenglar

Flettingar í dag: 414
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 870
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 287774
Samtals gestir: 37333
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 18:49:49